Engir miðar verða eyrnamerktir Íslendingum sérstaklega í miðasölunni sem fer fram á heimasíðu UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í hádeginu í dag. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi.
Miðasalan opnar klukkan 12.00 en biðröð fyrir söluna hefst klukkan 11.45. Allianz Riviera í Nice tekur 35 þúsund manns í sæti.
Í vetur var hægt að kaupa miða á EM sem fylgir viðkomandi liði út alla keppnina, óháð því hvað það komst langt. Þeir Íslendingar sem fjárfestu í slíkum miða á sínum tíma komast á leikinn í Nice en aðrir verða að stóla á miðasöluna á heimasíðu UEFA.

