Mjótt á munum milli fylkinga á lokadegi Brexit-kosningabaráttunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 11:30 Framtíð Bretlands innan ESB ræðst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Samsett - AFP Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags. Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags.
Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00
Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15