Ísland mætir Austurríki á Stade de France í París í lokaleik sínum í F-riðli EM í knattspyrnu. Með sigri eða jafntefli eru okkar menn komnir í sextán liða úrslitin. Tap þýðir að Ísland er úr leik.
Ísland gæti hafnað í fyrsta, öðru eða þriðja sæti í riðlinum, allt eftir því hvernig úrslit í öðrum leikjum verða. Það liggur mögulega ekki fyrir fyrr en þremur klukkustundum eftir leik í kvöld þ.e. þegar keppni í E-riðli lýkur.
Leikir í 16 liða úrslitum í boði fyrir Ísland:
26. júní í Toulouse á móti Belgíu, Svíþjóð eða Írlandi (1. sæti í riðlinum)
27. júní í Nice á móti Englandi (2. sæti í riðlinum)
25. júní í Lens á móti Króatíu (3. sæti í riðlinum)
Ísland mætir Austurríki klukkan 18 að staðartíma, klukkan 16 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður bein útsending frá stuðningsmannahitting við Moulin Rouge um klukkan tólf að íslenskum tíma og sömuleiðis eftir leik.
Svona verður framhaldið ef Ísland kemst í sextán liða úrslit
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti