Fjölmiðlahreiður í Efstaleiti? Ögmundur Jónasson skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar