Í fúlustu alvöru! Þóranna Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:44 Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda!
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun