Er reynsla og menntun minna virði ef ég er kona? Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:42 Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun