Mannréttindi megi ekki víkja í baráttunni gegn hryðjuverkum Una Sighvatsdóttir skrifar 20. júní 2016 20:00 Michael Georg Link er framkvæmdastjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af." Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af."
Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira