Fótbolti

Ari Freyr: Þvílíkur dugnaður í sjúkrateyminu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Freyr Skúlason hefur engar áhyggjur af því að leikmenn Íslands séu orðnir þreyttir eftir fyrstu tvo leikina á EM í Frakklandi.

Báðum leikjum Íslands hefur lyktað með 1-1 jafntefli, gegn Portúgal og Ungverjalandi, en strákarnir mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlakeppninni á miðvikudag.

„Við erum með frábært starfslið og það er þvílíkur dugnaður í þessu fólki,“ sagði Ari Freyr á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

„Ef maður er eitthvað að hangsa á hótelinu þá kippir það í mann og skipar okkur að koma í meðverð. Þeir eru líka duglegir að spyrja ef eitthvað er að.“

Fréttina alla úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×