Púslið sem lagði grunninn að NBA-titli Cleveland Cavaliers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:30 Leikmenn Cleveland Cavaliers fagna hér titlinum í nótt. Vísir/EPA Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik. NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00
LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03
LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45