Erlent

Boris Johnson býður sig ekki fram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins.
Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins. Vísir/Getty
Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti leiðtogi Leave-fylkingarinnar sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB í Brexit-atkvæðagreiðslunni mun ekki bjóða sig fram í formannskjöri Íhaldsflokksins. Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasti arftaki David Cameron, fráfarandi formanns og forsætisráðherra.

Ákvörðun Johnson kemur í kjölfar óvænts framboðs Michael Gove, dómsmálaráðherra Bretlands, í formannskjöri flokksins en búist var við að hann myndi styðja Johnson. Gove tilkynnti um framboð sitt fyrr í dag.

„Eftir að hafa ráðfært mig við samflokksmenn mína og miðað við aðstæður í þinginu hef ég ákveðið ég sé ekki rétti maðurinn í starfið,“ sagði Johnson í ræðu sinni fyrir stundu þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína.

Theresa May innanríkisráðherra tilkynnti einnig um framboð sitt í dag. Fastlega er gert ráð fyrir því að slagurinn standi á milli hennar og Gove en auk þeirra hafa Andrea Leadson orkumálaráðherra, Liam Fox varnarmálaráðherra og Stephen Crabb lífeyrirsmálaráðherra einnig boðið sig fram.

Næsti formaður flokksins verður kynntur 9. september en David Cameron formaður flokksins og forsætisráðherra Bretlands tilkynnti um afsögn sína eftir að úrslit Brexit-atkvæðagreiðslunnar voru orðin ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×