Fallujah var fyrsta stóra vígið sem ISIS lagði undir sig en næsta markmið íraska hersins hlýtur að vera að endurheimta borgina Mósúl, næststærstu borg landsins, þar sem ISIS hefur ráðið ríkjum frá árinu 2014. Hernaðaraðgerðir til að ná völdum í borginni á ný hafa staðið yfir frá því í mars.
Tugþúsundir almennra borgara hafa flúið átökin í Fallúja að undanförnu og að sögn hjálparsamtaka á svæðinu dvelja mörg þeirra enn úti í hitanum, börn og eldra fólk þeirra á meðal.