Fyrsti svona EM-dagur í 58 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2016 06:00 Ásdís og Aníta keppar báðar í úrslitum í dag. vísir/afp/getty Tvær íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér sæti í úrslitum í sínum greinum á fimmtudaginn og keppa þær í úrslitum í dag. Það er ekki algengt að Ísland eigi marga keppendur í úrslitum á EM hvað þá að þeir keppi til úrslita á sama degi. 9. júlí 2016 er því þegar orðinn sögulegur í íslensku frjálsíþróttasögunni. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti klukkan 16.45 en Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi klukkan 19.40. Í millitíðinni keppir Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslitum í 400 metra grindarhlaupi (klukkan 18.20).Eiga heima á stóra sviðinu „Þetta sýnir bara í hvaða stöðu þær eru þessar stelpur. Íslendingar í frjálsum, eins og í fótboltanum, eiga heima á stóra sviðinu. Þær sýna það þessar stelpur,“ segir Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. En við hverju má búast í dag? „Okkar væntingar stóðu til þess að þær kæmust á þennan stað sem þær eru komnar á núna. Ásdís var tíunda inn og Aníta var fjórða inn. Auðvitað væri það sem við yrðum mjög sátt við ef þær ná þeim sætum í úrslitunum,“ segir Freyr en hann á sér daum. „Hver einasta þjóð lætur sig náttúrulega dreyma um medalíu," segir Freyr en þá þarf auðvitað allt að ganga upp. „Þetta er stór dagur fyrir frjálsar á Íslandi og góð upphitun á Ólympíuári. Það er svolítið skemmtilegt að hafa svona stórt mót mánuði fyrir leika,“ segir Freyr um tímasetninguna, en bæði Ásdís og Aníta eru á leiðinni á ÓL í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn sem Aníta keppir til úrslita á stórmóti fullorðinna en Ásdís hefur komist einu sinni áður í úrslit, en það var fyrir sex árum. Ásdís Hjálmsdóttir er að setja nýtt íslenskt met, með því að keppa á sínu fimmta Evrópumóti.Önnur veröld „Aníta hefur staðið sig vel á unglingastórmótunum en þetta er harðara þegar komið er upp í fullorðinsflokk. Þetta er önnur veröld og hún stendur sig vel í henni. Þetta var stressandi í gær (fyrradag) því tölfræðin var ekki Ásdísi í hag, að vera áttunda eftir fyrri riðil. Það var svolítið sérstakt að það voru bara tvær sem köstuðu lengra. Það var mjög gott fyrir hana að vera réttu megin núna,“ segir Freyr en Ásdís var búin að enda í þrettánda sæti á tveimur EM í röð en tólf efstu komast í úrslit. Ísland átti síðast tvo íþróttamenn í úrslitum á sama degi á EM í frjálsum fyrir 22 árum eða á EM í Helsinki 1994. Dagurinn var 13. ágúst 1994 og þá keppti Pétur Guðmundsson í tólf manna úrslitum í kúluvarpi og Martha Ernstsdóttir í 21 manns úrslitum í tíu þúsund metra hlaupi. Martha er einmitt frænka Anítu Hinriksdóttur sem keppir í dag. Pétur þurfti að vinna sér sæti í úrslitum og náði þá besta kastinu í undankeppninni en Martha var komin í úrslitahlaupið um leið og hún náði lágmarkinu á EM. Kast Péturs í undankeppninni hefði dugað á pall en hann náði sér ekki eins vel á strik í úrslitunum.23. ágúst 1958 Það þarf aftur á móti að fara aftur um 58 ár til að finna sams konar stöðu og íslenskar frjálsar eru í í dag. EM í Stokkhólmi 1958 var nefnilega síðasta Evrópumótið þar sem tveir íslenskir keppendur, sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum í undankeppni á mótinu, kepptu til úrslita á sama degi. Sá dagur var 23. ágúst 1958 og keppendurnir voru Vilhjálmur Einarsson í þrístökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Vilhjálmur Einarsson varð þrettándi í undankeppninni en stökk 108 sentímetrum lengra í úrslitum þrístökksins og tryggði sér bronsverðlaun. Gunnar Huseby hafði unnið gull í kúluvarpinu á Evrópumótunum 1946 og 1950 en hann var þarna orðinn 34 ára gamall og varð að sætta sig við 17. sætið í úrslitunum 1958. Síðan hafa 22 íslenskir frjálsíþróttamenn keppt til úrslita en enginn þeirra í sérúrslitum á sama degi. Það er því stór stund á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam í dag. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Tvær íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér sæti í úrslitum í sínum greinum á fimmtudaginn og keppa þær í úrslitum í dag. Það er ekki algengt að Ísland eigi marga keppendur í úrslitum á EM hvað þá að þeir keppi til úrslita á sama degi. 9. júlí 2016 er því þegar orðinn sögulegur í íslensku frjálsíþróttasögunni. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti klukkan 16.45 en Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi klukkan 19.40. Í millitíðinni keppir Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslitum í 400 metra grindarhlaupi (klukkan 18.20).Eiga heima á stóra sviðinu „Þetta sýnir bara í hvaða stöðu þær eru þessar stelpur. Íslendingar í frjálsum, eins og í fótboltanum, eiga heima á stóra sviðinu. Þær sýna það þessar stelpur,“ segir Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. En við hverju má búast í dag? „Okkar væntingar stóðu til þess að þær kæmust á þennan stað sem þær eru komnar á núna. Ásdís var tíunda inn og Aníta var fjórða inn. Auðvitað væri það sem við yrðum mjög sátt við ef þær ná þeim sætum í úrslitunum,“ segir Freyr en hann á sér daum. „Hver einasta þjóð lætur sig náttúrulega dreyma um medalíu," segir Freyr en þá þarf auðvitað allt að ganga upp. „Þetta er stór dagur fyrir frjálsar á Íslandi og góð upphitun á Ólympíuári. Það er svolítið skemmtilegt að hafa svona stórt mót mánuði fyrir leika,“ segir Freyr um tímasetninguna, en bæði Ásdís og Aníta eru á leiðinni á ÓL í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn sem Aníta keppir til úrslita á stórmóti fullorðinna en Ásdís hefur komist einu sinni áður í úrslit, en það var fyrir sex árum. Ásdís Hjálmsdóttir er að setja nýtt íslenskt met, með því að keppa á sínu fimmta Evrópumóti.Önnur veröld „Aníta hefur staðið sig vel á unglingastórmótunum en þetta er harðara þegar komið er upp í fullorðinsflokk. Þetta er önnur veröld og hún stendur sig vel í henni. Þetta var stressandi í gær (fyrradag) því tölfræðin var ekki Ásdísi í hag, að vera áttunda eftir fyrri riðil. Það var svolítið sérstakt að það voru bara tvær sem köstuðu lengra. Það var mjög gott fyrir hana að vera réttu megin núna,“ segir Freyr en Ásdís var búin að enda í þrettánda sæti á tveimur EM í röð en tólf efstu komast í úrslit. Ísland átti síðast tvo íþróttamenn í úrslitum á sama degi á EM í frjálsum fyrir 22 árum eða á EM í Helsinki 1994. Dagurinn var 13. ágúst 1994 og þá keppti Pétur Guðmundsson í tólf manna úrslitum í kúluvarpi og Martha Ernstsdóttir í 21 manns úrslitum í tíu þúsund metra hlaupi. Martha er einmitt frænka Anítu Hinriksdóttur sem keppir í dag. Pétur þurfti að vinna sér sæti í úrslitum og náði þá besta kastinu í undankeppninni en Martha var komin í úrslitahlaupið um leið og hún náði lágmarkinu á EM. Kast Péturs í undankeppninni hefði dugað á pall en hann náði sér ekki eins vel á strik í úrslitunum.23. ágúst 1958 Það þarf aftur á móti að fara aftur um 58 ár til að finna sams konar stöðu og íslenskar frjálsar eru í í dag. EM í Stokkhólmi 1958 var nefnilega síðasta Evrópumótið þar sem tveir íslenskir keppendur, sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum í undankeppni á mótinu, kepptu til úrslita á sama degi. Sá dagur var 23. ágúst 1958 og keppendurnir voru Vilhjálmur Einarsson í þrístökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Vilhjálmur Einarsson varð þrettándi í undankeppninni en stökk 108 sentímetrum lengra í úrslitum þrístökksins og tryggði sér bronsverðlaun. Gunnar Huseby hafði unnið gull í kúluvarpinu á Evrópumótunum 1946 og 1950 en hann var þarna orðinn 34 ára gamall og varð að sætta sig við 17. sætið í úrslitunum 1958. Síðan hafa 22 íslenskir frjálsíþróttamenn keppt til úrslita en enginn þeirra í sérúrslitum á sama degi. Það er því stór stund á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam í dag.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti