Íslenski boltinn

Flautumark Páls Olgeirs tryggði Keflvíkingum stigin þrjú fyrir austan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Þorvaldar Örlygssonar eru komnir upp í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.
Strákarnir hans Þorvaldar Örlygssonar eru komnir upp í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. vísir/stefán
Varamaðurinn Páll Olgeir Þorsteinsson tryggði Keflvíkingum stigin þrjú þegar þeir sóttu Leikni F. heim í Inkasso-deildinni í kvöld. Lokatölur 2-3, Keflavík í vil.

Keflvíkingar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum en sigurmark Páls Olgeirs kom á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í rúman mánuð en þeir eru komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 14 stig, átta stigum á eftir toppliði KA.

Leiknismenn eru hins vegar í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig.

Magnús Þórir Matthíasson kom gestunum í 0-1 á 16. mínútu en Valdimar Ingi Jónsson jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik.

Reynsluboltinn Jónas Guðni Sævarsson kom Keflavík aftur yfir á 57. mínútu. Aðeins átta mínútum síðar jafnaði Almar Daði Jónsson metin í 2-2 og þannig var staðan þangað til Páll Olgeir skoraði markið mikilvæga í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×