„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 23:31 Strákarnir hans Eriks ten Hag náðu ekki að nýta sér yfirburðina í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace. EPA-EFE/PETER POWELL Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. „Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
„Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira