Þjóðfylkingin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2016 07:00 Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun
Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun