Pogba: Gerðum þetta af virðingu fyrir Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 12:08 Paul Pogba fagnar með víkingaklappinu eftir leik með félögum sínum í franska landsliðinu. Vísir/EPA Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira