Erlent

Spá lækkandi stýrivöxtum

Nadine Guðrún Yaghi og Sæunn Gísladóttir skrifa
Stýrivaxtalækkun gæti valdið því að gengi pundsins falli enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Stýrivaxtalækkun gæti valdið því að gengi pundsins falli enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. NORDICPHOTOS/GETTY
Fjármálamarkaðir búa sig undir það að Englandsbanki muni lækka stýrivexti á vaxtaákvörðunarfundi í næstu viku, til að örva hagkerfið eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið fyrir tveimur vikum.

Tilkynnt verður um stýrivaxtaákvörðunina þann 14. júlí og spá markaðsaðilar því að 78 prósent líkur séu á lækkun, samkvæmt gögnum frá Hargreaves Landsdown.

Stýrivextir hafa verið 0,5 prósent frá því í mars 2009 þar sem Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, hefur ekki viljað lækka þá meira. Hann sagði nýlega í ræðu að hann teldi að lækka þyrfti stýrivexti á ný yfir sumarið í kjölfar Brexit-kosninganna.

Stýrivaxtalækkun gæti valdið því að gengi pundsins falli enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) segir að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið muni leiða til þrjú prósent lægri landsframleiðslu í lok áratugarins. Þá muni ákvörðunin einnig leiða til aukins atvinnuleysis þar í landi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu stofnunarinnar um þróun starfa innan OECD-svæðisins en stofnunin hafði varað við útgöngu Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×