Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Sæunn Gísladóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Svava Johansen Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira