Þeir dýrustu berjast í Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 06:00 vísir/epa Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira