Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum er Spánverjinn Pau Gasol á förum til San Antonio Spurs eftir tveggja ára dvöl hjá Chicago Bulls.
Talið er að Gasol, sem verður 36 ára á miðvikudaginn, skrifi undir tveggja ára samning við San Antonio að verðmæti 30 milljóna Bandaríkjadala.
Samningur Gasol við Chicago rann út í sumar en samkvæmt heimildum ESPN báru lið eins og Toronto Raptors, Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers víurnar í Spánverjann öfluga.
Fyrstu sjö árin í NBA lék Gasol með Memphis Grizzlies en honum var skipt til Los Angeles Lakers í febrúar 2008. Þar vann hann tvo meistaratitla og var ein styrkasta stoð Lakers-liðsins. Hann fór svo til Chicago sumarið 2014.
Gasol var með 16,5 stig, 11,0 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Chicago á síðasta tímabili.
San Antonio nælir í Gasol
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



