Pólitískum metnaði fullnægt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Nigel Farage var kampakátur þegar ljóst varð að Bretar hefðu samþykkt Brexit. Nordicphotos/AFP Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira