Pólitískum metnaði fullnægt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Nigel Farage var kampakátur þegar ljóst varð að Bretar hefðu samþykkt Brexit. Nordicphotos/AFP Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira