„Við spilum einfalt og ef einhverjum finnst það lélegt er það bara þeirra skoðun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 19:00 Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18
Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39
Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26