Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 15:32 Vísir/Samsett mynd Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira