Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 15:32 Vísir/Samsett mynd Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira