Fótbolti

Þetta er myndbandið sem strákarnir horfðu á fyrir Englandsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Fyrirmynd og hetjur“ eru meðal þeirra skilaboða sem mátti finna í myndbandinu sem leikmenn íslenska landsliðsins horfðu á fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi.

Undir myndbandinu hljómar lagið Þar sem hjartað slær með Fjallabræðrum, Sverri Bergmann og Lúðrasveit Vestmannaeyja.

„Sigurvegarar“ stendur á skjánum í stórum hluta myndbandsins og óhætt að segja að myndbandið hafi skilað tilætluðum árangri en eins og alþjóð og heimurinn allur veit hafði Ísland betur gegn Englandi, 2-1, og mætir Frökkum í 8-liða úrslitunum á sunnudag.

Dagur Sveinn Dagbjartsson, starfsmaður KSÍ og hltui af starfsliði íslenska landsliðsins, er höfundur myndbandsins.

Það má einnig sjá með því að smella hér.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×