„Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú.
Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020.
„Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin.
„Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“
Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni.