Hörð barátta framundan um formennsku í breska Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júlí 2016 05:00 Theresa May etur kappi við Michael Gove og fleiri um formannsembættið. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent