Fjölmargir á samfélagsmiðlinum Twitter voru fljótir að benda á að söngvari sveitarinnar, Freddie Mercury heitinn, hefði líklegast verið á móti öllu því sem Trump stendur fyrir og að bandið sjálft hefði líklegast aldrei leyft Trump að nota lagið.
Það reyndist rétt því Queen birti yfirlýsingu á Twitter þar sem kemur fram að lagið hefði verið notað án leyfis.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Trump notar tónlist frá Queen án leyfis en í júní síðastliðnum tók Brian May, gítarleikari sveitarinnar, fram að hvorki hefði verið farið fram á eða fengið leyfi fyrir notkun á We Are The Champions á kosningafundum Trumps.
WATCH: Donald Trump makes his entrance at #RNCinCLE https://t.co/CoXLTtwYa0 pic.twitter.com/OaZuFIEfVe
— The Boston Globe (@BostonGlobe) July 19, 2016
An unauthorised use at the Republican Convention against our wishes - Queen
— Queen (@QueenWillRock) July 19, 2016