Púðluhelgin mikla berglind pétursdóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Í æsku dreymdi mig, eins og kannski flesta krakka, um að eiga hund og ég horfði á myndina um Emil og Skunda ótal sinnum. Ég skildi þennan Emil. Hann fékk ekki hund svo hann strauk að heiman, skemmtileg mynd, flott flétta. Aldrei eignaðist ég þó hund, fékk í staðinn fugla sem ég skilaði í dýrabúðina skömmu síðar. Þeir voru leiðinlegir og vandasamt að fara með þá út í göngutúra. Árin liðu og aldrei eignaðist ég hund, gleymdi þessu svo bara. En svo eignaðist ég barn. Þá heltók hundalöngunin mig á nýjan leik, mig langaði að sjá hundinn bera barnið á bakinu eins og knapa og sjá vináttu þeirra þróast með árunum. Þess vegna var ég glöð að taka við tveimur púðlum í helgarpössun nýlega. Pössunin gekk vonum framar. Púðlurnar hegðuðu sér eins og sannir herramenn, nöguðu ekki skóna mína á daginn og biðu hlýðnir fyrir utan kjörbúðina meðan ég verslaði handa þeim hundakex. Eitt setti þó strik í þennan hundapössunarreikning. Ég er svo svakalega óvön því að hafa átta aukafætur trítlandi um heimilið að ég var meira og minna í áfalli alla helgina. Í hvert sinn sem krullaðir líkamar þeirra birtust í herberginu hrökk ég í kút. Eins þegar ég lá í baði og slakaði á eftir vinnudaginn og púðluhöfuð birtist skyndilega við baðbrúnina. Þá varð uppi fótur og fit og allt varð rennandi blautt. Á nóttunni stukku þeir svo eins og flugmýs upp í rúmið og hringuðu sig saman eins og litlar eðlur svo að sofandi heimilismenn ráku upp gól. Held ég fái mér ekki hund fyrr en ég hætti að vera svona hvumpin og ég óska púðlunum alls hins besta í sálfræðimeðferðinni sem þær þurfa að sækja eftir þessa helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Í æsku dreymdi mig, eins og kannski flesta krakka, um að eiga hund og ég horfði á myndina um Emil og Skunda ótal sinnum. Ég skildi þennan Emil. Hann fékk ekki hund svo hann strauk að heiman, skemmtileg mynd, flott flétta. Aldrei eignaðist ég þó hund, fékk í staðinn fugla sem ég skilaði í dýrabúðina skömmu síðar. Þeir voru leiðinlegir og vandasamt að fara með þá út í göngutúra. Árin liðu og aldrei eignaðist ég hund, gleymdi þessu svo bara. En svo eignaðist ég barn. Þá heltók hundalöngunin mig á nýjan leik, mig langaði að sjá hundinn bera barnið á bakinu eins og knapa og sjá vináttu þeirra þróast með árunum. Þess vegna var ég glöð að taka við tveimur púðlum í helgarpössun nýlega. Pössunin gekk vonum framar. Púðlurnar hegðuðu sér eins og sannir herramenn, nöguðu ekki skóna mína á daginn og biðu hlýðnir fyrir utan kjörbúðina meðan ég verslaði handa þeim hundakex. Eitt setti þó strik í þennan hundapössunarreikning. Ég er svo svakalega óvön því að hafa átta aukafætur trítlandi um heimilið að ég var meira og minna í áfalli alla helgina. Í hvert sinn sem krullaðir líkamar þeirra birtust í herberginu hrökk ég í kút. Eins þegar ég lá í baði og slakaði á eftir vinnudaginn og púðluhöfuð birtist skyndilega við baðbrúnina. Þá varð uppi fótur og fit og allt varð rennandi blautt. Á nóttunni stukku þeir svo eins og flugmýs upp í rúmið og hringuðu sig saman eins og litlar eðlur svo að sofandi heimilismenn ráku upp gól. Held ég fái mér ekki hund fyrr en ég hætti að vera svona hvumpin og ég óska púðlunum alls hins besta í sálfræðimeðferðinni sem þær þurfa að sækja eftir þessa helgi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun