Fjölmiðlafulltrúi Napoli segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gonzalo Higuain sé á förum frá félaginu til ítölsku meistaranna.
Higuain hefur verið orðaður við Juventus og Arsenal undanfarna daga en Massimiliano Allegri vildi ekki útiloka að félagið myndi leggja fram tilboð.
Juventus er á höttunum eftir nýjum framherja eftir að hafa horft á eftir Alvaro Morata til Real Madrid en Nicola Lombardo segir ekkert tilboð hafa ratað inn á borðið til Napoli.
„Hann hefur ekki beðið um að fá að yfirgefa félagið né hefur Juventus spurt fyrir um hann. Ég veit að forseti félagsins ætlar ekki að selja hann og hann mun mæta á undirbúningstímabilið með okkur í næstu viku.“
Ekkert tilboð borist í Higuain
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti







„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti

Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti
