Hannes: Þetta var rétta skrefið fyrir minn feril Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 10:36 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30
Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19
Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30