Spjalla saman um hinsegin bókmenntir Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júlí 2016 09:45 Ásta Kristín Benediktsdóttir er íslensku- og bókmenntafræðingur sem vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar. Mynd/Ásta Kristín Benediktsdóttir Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku. Hinsegin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku.
Hinsegin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira