Erlent

May fundar með Sturgeon um Brexit

Samúel Karl Ólason skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag funda með Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands. Tilefni fundarins er yfirvofandi úrganga Breta úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að meirihluti Breta hafi kosið að yfirgefa ESB, kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í sambandinu.

Brexit hefur komið af stað háværum umræðum í Skotlandi um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi um sjálfstæði Skotlands.

Samkvæmt BBC sagði Theresa May í morgun að hún myndi eiga í nánu samstarfi með heimastjórninni vegna Brexit viðræðna. Hún sagði sín skilaboð vera þau að ríkisstjórn Bretlands væri með Skotum í liði.

„Þetta er mín fyrsta heimsókn til Skotlands sem forsætisráðherra og ég er komin hingað til að sýna skuldbindingu mína í að viðhalda þessu sérstaka sambandi sem hefur haldið í aldir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×