Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. júlí 2016 06:51 Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. vísir/afp Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01
Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50
Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29