Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi.Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumarið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttuleikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mánuðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmtilega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli.120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótboltaheimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálfaratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómetanlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum.Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norðurlandaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knattspyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegnum listann en um leið afar athyglisverður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á myndrænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sambandsins séu nú að leita að símanúmeri Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi.Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumarið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttuleikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mánuðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmtilega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli.120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótboltaheimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálfaratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómetanlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum.Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norðurlandaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knattspyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegnum listann en um leið afar athyglisverður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á myndrænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sambandsins séu nú að leita að símanúmeri Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira