Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 09:15 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/AFP Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira