Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 08:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira