Rosenborg er í góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Norrköping í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Leikurinn fór fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi og fóru Norðmennirnir með sigur af hólmi, 3-1.
Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg og hann kom liðinu í 1-0 á 48. mínútu.
Pål André Helland jók muninn í 2-0 á 62. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Yann-Erik de Lanlay þriðja markið og kom norsku meisturunum í frábæra stöðu.
Sebastian Andersson náði að minnka muninn í 3-1 á 70. mínútu og gaf sænsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir viku.
Hólmar Örn lék allan leikinn fyrir Rosenborg en þeir Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson komu inn á sem varamenn. Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Norrköping.
Hólmar kom Rosenborg á bragðið í Íslendingaslag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn