Ógleymanlegir brúðarkjólar stjarnana Ritstjórn skrifar 13. júlí 2016 15:00 Sumarið er árstími brúðkaupa og eflaust margir á fullu að plana stóra daginn, hvort sem að hann sé á næsta leyti eða bara á teikniborðinu. Glamour ákvað að taka saman nokkra ógleymanlega brúðarkjóla sem gaman er að kíkja á, en allir eiga það sameiginlegt að stjörnunar hafa fallið fyrir, nú eða fengið í sérsaumað. Kíkjum á nokkra góða brúðarkjóla og fáum innblástur fyrir veisluhöldin framundan. Mia Farrow og Frank Sinatra (1966) Leikkonan klæddist stuttum ljósbláum kjól og stuttum jakka í stíl. Mjög flott og passar vel við stutta hárið. Bianca og Mick Jagger (1971) Dragt frá YSL og stór hattur og slör. Töffaralega verður það varla. Katie Holmes og Tom Cruise (2006)Leikkonan var í sérsaumuðum kjól frá Giorgio Armani, með berar axlir og dragsítt slör sem var þakið Swarovski demöntum. Þetta var brúðkaup sem lengi verður í minnum haft þó að hjónabandinu sjálfu sé lokið. Vilhjálmur og Katrín (2011) Margir tóku andköf þegar þeir sáu tilvonandi prinsessu Bretlands ganga upp að altarinu í sérsaumuðum kjól frá Alexander McQueen eftir Söruh Burton. Þessi kjóll hefur verið innblástur fyrir margar enda einstaklega klæðilegur og fallegur að ofan. Kate Moss og Jamie Hince (2011) Þegar ofurfyrirsætan gekk að eiga tónlistarmanninn fékk hún vin sinn John Galliano hanna á sig brúðarkjól og hefur án efa verið með sterkar skoðanir um hvað hún vildi. Fallegur og afslappaður kjóll í hennar anda.Solange Knowles og Alan Ferguson (2014) Óhefðubundið fataval hjá söngkonunni, og litlu systur Beyoncé, þegar hún gekk að eiga leikstjórann Ferguson. Þetta dress var fyrsta af þremur sem hún klæddist á stóra daginn, flottur og óvenjulegur samfestingur frá Stephane Rolland. Poppy Delevingne og James Cook (2014) Tískufyrirmyndin fékk sér sérsaumaðan Chanel kjól í tilefni dagsins. Kosturinn við sniðið var að síða gegnsæja pilsið var svo tekið af þegar líða tók á veisluna og gat hún því dansað í alveg jafn fallegum stuttum kjól án vandræða. Sniðug hugmynd sem vert er að gefa gaum. Glamour Tíska Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Vinna best saman í liði Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Íslandsvinur í auglýsingaherferð Marc Jacobs Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour
Sumarið er árstími brúðkaupa og eflaust margir á fullu að plana stóra daginn, hvort sem að hann sé á næsta leyti eða bara á teikniborðinu. Glamour ákvað að taka saman nokkra ógleymanlega brúðarkjóla sem gaman er að kíkja á, en allir eiga það sameiginlegt að stjörnunar hafa fallið fyrir, nú eða fengið í sérsaumað. Kíkjum á nokkra góða brúðarkjóla og fáum innblástur fyrir veisluhöldin framundan. Mia Farrow og Frank Sinatra (1966) Leikkonan klæddist stuttum ljósbláum kjól og stuttum jakka í stíl. Mjög flott og passar vel við stutta hárið. Bianca og Mick Jagger (1971) Dragt frá YSL og stór hattur og slör. Töffaralega verður það varla. Katie Holmes og Tom Cruise (2006)Leikkonan var í sérsaumuðum kjól frá Giorgio Armani, með berar axlir og dragsítt slör sem var þakið Swarovski demöntum. Þetta var brúðkaup sem lengi verður í minnum haft þó að hjónabandinu sjálfu sé lokið. Vilhjálmur og Katrín (2011) Margir tóku andköf þegar þeir sáu tilvonandi prinsessu Bretlands ganga upp að altarinu í sérsaumuðum kjól frá Alexander McQueen eftir Söruh Burton. Þessi kjóll hefur verið innblástur fyrir margar enda einstaklega klæðilegur og fallegur að ofan. Kate Moss og Jamie Hince (2011) Þegar ofurfyrirsætan gekk að eiga tónlistarmanninn fékk hún vin sinn John Galliano hanna á sig brúðarkjól og hefur án efa verið með sterkar skoðanir um hvað hún vildi. Fallegur og afslappaður kjóll í hennar anda.Solange Knowles og Alan Ferguson (2014) Óhefðubundið fataval hjá söngkonunni, og litlu systur Beyoncé, þegar hún gekk að eiga leikstjórann Ferguson. Þetta dress var fyrsta af þremur sem hún klæddist á stóra daginn, flottur og óvenjulegur samfestingur frá Stephane Rolland. Poppy Delevingne og James Cook (2014) Tískufyrirmyndin fékk sér sérsaumaðan Chanel kjól í tilefni dagsins. Kosturinn við sniðið var að síða gegnsæja pilsið var svo tekið af þegar líða tók á veisluna og gat hún því dansað í alveg jafn fallegum stuttum kjól án vandræða. Sniðug hugmynd sem vert er að gefa gaum.
Glamour Tíska Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Vinna best saman í liði Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Íslandsvinur í auglýsingaherferð Marc Jacobs Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour