Hlynur: Þjálfarinn fékk borgað þegar leikmennirnir voru þremur mánuðum á eftir í launum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 13. júlí 2016 11:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira