Cantona syngur "Let it go“ og er ekki í vafa: Ísland átti lið Evrópumótsins 2016 | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 08:30 Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30
Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32
EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00