Theresa May tekur við af Cameron í dag Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Theresa May ásamt stuðningsmönnum fyrir utan þinghúsið í London á mánudag þegar ljóst var orðið að hún yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Fréttablaðið/EPA Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira