Íbúar fipuðu lögreglu í Dallas með vopnaburði Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2016 08:00 Kveikt á kertum til minningar um lögreglumennina fimm sem myrtir voru í Dallas í síðustu viku. Nordicphotos/AFP Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Black Lives Matter Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Black Lives Matter Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira