Íslenski boltinn

Jóhann Ingi dæmir í Pepsi-deildinni í fyrsta sinn vegna meiðsla Gunnars Jarls

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Jarl Jónsson meiddist.
Gunnar Jarl Jónsson meiddist. vísir/vilhelm
Skipta þurfti um dómara á 34. mínútu í viðureign Vals og ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta sem stendur nú yfir en beina textalýsingu má finna hér.

Gunnar Jarl Jónsson varð fyrir því óláni að meiðast og inn á fyrir hann kom Jóhann Ingi Jónsson. Hann var fjórði dómari á leiknum en í fyrsta sinn í sumar er fjórði dómari á öllum leikjum Pepsi-deildarinnar.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Jóhann Ingi dæmir í Pepsi-deildinni en hann hefur staðið sig vel í neðri deildum Íslandsmótsins undanfarin misseri. Jóhann dæmir fyrir Hvíta Riddarann í Mosfellsbæ.

Meiðsli Gunnars Jarls virðast ekki alvarleg en hann stendur nú vaktina á skiltinu sem fjórði dómari í stað Jóhanns Inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×