Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 16:38 Frá mótmælum í Baton Rouge. vísir/getty Myndin hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um internetið seinasta sólarhringinn en hún sýnir lögregluna í Baton Rouge í Louisiana handtaka svarta konu sem tók þátt í mótmælum í borginni um helgina. Boðað var til mótmælanna vegna þess að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki.Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 Konan á myndinni heitir Leshia Evans en hún er ein af 120 mótmælendum sem lögreglan í Baton Rouge hefur handtekið seinustu daga, en mótmælin eru skipulögð af grasrótarhreyfingunni Black Lives Matter. Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. „Konan var ekki ógnandi við lögregluna og ég held að þessi mynd sýni vel þessi friðsömu mótmæli sem hafa verið hér. Fólk er mjög reitt og þeim líður mjög illa en enginn hefur beitt ofbeldi,“ segir Bachman en Evans var handtekin vegna þess að hún neitaði að færa sig af götunni þegar lögreglan bað hana um það. Myndinni hefur verið líkt sem goðsagnakenndri og vilja margir meina hún sé ein besta fréttaljósmynd seinustu ára. Evans var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi og var því í fangelsi í um sólarhring.This iconic photo captures the spirit of the movement for black lives in Baton Rouge https://t.co/tDjWWdtyPA— Vox (@voxdotcom) July 11, 2016 'Graceful in the lion's den': Photo of young woman's arrest in Baton Rouge becomes powerful symbol https://t.co/AzKaXlyMw8— Ashley Cusick (@AshleyBCusick) July 11, 2016 Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Myndin hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um internetið seinasta sólarhringinn en hún sýnir lögregluna í Baton Rouge í Louisiana handtaka svarta konu sem tók þátt í mótmælum í borginni um helgina. Boðað var til mótmælanna vegna þess að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki.Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 Konan á myndinni heitir Leshia Evans en hún er ein af 120 mótmælendum sem lögreglan í Baton Rouge hefur handtekið seinustu daga, en mótmælin eru skipulögð af grasrótarhreyfingunni Black Lives Matter. Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. „Konan var ekki ógnandi við lögregluna og ég held að þessi mynd sýni vel þessi friðsömu mótmæli sem hafa verið hér. Fólk er mjög reitt og þeim líður mjög illa en enginn hefur beitt ofbeldi,“ segir Bachman en Evans var handtekin vegna þess að hún neitaði að færa sig af götunni þegar lögreglan bað hana um það. Myndinni hefur verið líkt sem goðsagnakenndri og vilja margir meina hún sé ein besta fréttaljósmynd seinustu ára. Evans var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi og var því í fangelsi í um sólarhring.This iconic photo captures the spirit of the movement for black lives in Baton Rouge https://t.co/tDjWWdtyPA— Vox (@voxdotcom) July 11, 2016 'Graceful in the lion's den': Photo of young woman's arrest in Baton Rouge becomes powerful symbol https://t.co/AzKaXlyMw8— Ashley Cusick (@AshleyBCusick) July 11, 2016
Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00