Theresa May mun taka við sem forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Þetta tilkynnti David Cameron fráfarandi forsætisráðherra í dag.
Hann mun á morgun stjórna sínum síðasta ríkisstjórnarfundi og á miðvikudag mun hann í seinasta skipti svara spurningum á breska þinginu sem forsætisráðherra. Því næst mun hann fara á fund Elísabetar Bretadrottningar og segja af sér og mun May taka við embættinu í kjölfarið.
Það varð ljóst fyrr í dag að allar líkur væru á því að May yrði önnur konan í sögu Bretlands til að gegna embætti forsætisráðherra þegar Andrea Leadsom tilkynnti að hún ætlaði ekki að sækjast eftir því að leiða flokkinn í ríkisstjórn.
May verður forsætisráðherra á miðvikudag

Tengdar fréttir

Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona
Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra

Theresa May næsti forsætisráðherra Bretlands
Andrea Leadsom mun ekki bjóða sig fram til að leiða Íhaldsflokkinn í ríkisstjórn.