Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar.
UEFA raðar mönnum upp eftir sérstökum reglum. Ef menn eru jafnir er fyrst farið eftir hvor eða hver hefur lagt upp fleiri mörk fyrir félaga sína og svo eftir því hvor eða hver hefur spilað fleiri mínútur.
Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á mótinu en hann skorað tvöfalt meira en næstu maður á lista og þrefalt meira en markahæstu menn Íslands.
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason voru markahæstu menn íslenska liðsins með tvö mörk hvor en Kolbeinn er sæti ofar af því að hann spilaði færri mínútur.
Jón Daði Böðvarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru báðir með mark og stoðsendingu. Jón Daði (29. sæti) er samt þremur sætum ofar en Gylfi (32. sæti) af því að hann spilaði færri mínútur.
Arnór Ingvi Traustason er síðan efstur af þeim sem skoruðu eitt mark en náðu ekki að leggja upp enda spilaði hann mjög lítið á EM. UEFA skráði aðeins 11 mínútur á Arnór Ingva.
Ragnar Sigurðsson er neðstur á listanum af íslensku leikmönnunum en það eru fimm leikmenn neðar en hann af þeim sem skoruðu. Neðstur er Frakkinn Paul Pogba sem er í 76. sæti en hann skoraði eitt mark á 602 mínútum.
Sæti íslensku leikmannanna á listanum yfir markahæstu menn:
18. sæti - Kolbeinn Sigþórsson - 2 mörk á 404 mínútum
19. sæti - Birkir Bjarnason - 2 mörk á 450 mínútum
29. sæti - Jón Daði Böðvarsson - 1 mark og 1 stoðsending á 364 mínútum
32. sæti - Gylfi Þór Sigurðsson - 1 mark og 1 stoðsending á 450 mínútum
36. sæti - Arnór Ingvi Traustason - 1 mark á 11 mínútum
69. sæti - Ragnar Sigurðsson - 1 mark á 450 mínútum
Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
