Tvöföldun Reykjanesbrautar tekur fimm til sex ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 21:45 Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn. Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn.
Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent