Messi, sem varð fyrir því áfalli að tapa þriðja úrslitaleiknum með Argentínu í röð fyrr í sumar, var heldur betur í stuði á æfingu gærdagsins þar sem hann gerði hreinlega grín að liðsfélögum sínum.
Argentínski snillingurinn er búinn að aflita á sér hárið en glókollurinn fór ansi illa með félaga sína í reitabolta þar sem hann klobbaði Luis Suárez alveg svakalega illa.
Barcelona náði mörgum tilþrifum Messi á myndband sem það birti síðan á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós bara nákvæmlega hversu erfitt og leiðinlegt það er að vera með Lionel Messi í reitarbolta.
Leo #Messi is https://t.co/GudFtlpurR
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 28, 2016