Fýsilegri kostur í ríkisstjórn með Sigurð Inga í brúnni Sveinn Arnarson skrifar 29. júlí 2016 07:00 Nær ómögulegt er fyrir núverandi ríkisstjórn að verjast falli í næstu kosningum. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir skoðanir formanns Framsóknarflokksins um að leikur einn sé að hætta við kosningar í haust. Segir hann hringlandahátt af hinu slæma og vill festa niður kjördag sem allra fyrst í lok október. Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum með hornreka formann.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það slæmt að formaður flokksins skuli tala á skjön við forystumenn ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga. Hefur Sigmundur Davíð sagt það skipta máli að ljúka því sem þeir byrjuðu og nýta fjögur ár til þess. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór segir líklegt að ef fram heldur sem horfir gæti Framsóknarflokkurinn verið að loka dyrum fyrirfram að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Einnig telur hann líklegra að Framsóknarflokkurinn nái inn í ríkisstjórn með Sigurð Inga í forystu en Sigmund Davíð. „Það er greinilega mikill merkingarmunur á orðum Bjarna og Sigmundar Davíðs. Einnig ef Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sýnist mér mun meiri þíða vera í samskiptum við minnihlutann á þingi eftir að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumum í ríkisstjórn. Því er líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga fremur en Sigmund Davíð sem kemur laskaður til kosninga.“Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson var spurður um loforð flokkanna um kosningar í haust þegar hann mætti á ríkisráðsfund í gærmorgun. „Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vor boðuðum við á sama tíma að við ætluðum að ljúka nokkrum málum og boða svo til kosninga,“ sagði Bjarni og taldi það mikilvægt að allir ættu að standa við þessi loforð. „Mér finnst það skipta máli, sérstaklega eftir atburði vorsins, að það sé ekki mikill hringlandaháttur með þessa hluti og ég hef lagt á það áherslu að við stöndum við þessi efni um kosningar í haust.“ Bjarni var einnig spurður að því hvort ekki væri best að setja niður kjördag sem fyrst. Játti hann því og sagði það skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Einnig sagði hann kannski orðið tímabært að hann ætti fund með formanni Framsóknarflokksins vegna orða hans í fjölmiðlum. „Ég er fyrir það að það sé einhver stjórnfesta í þessu landi,“ sagði Bjarni í þann mund er hann gekk inn á síðasta ríkisráðsfund undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir skoðanir formanns Framsóknarflokksins um að leikur einn sé að hætta við kosningar í haust. Segir hann hringlandahátt af hinu slæma og vill festa niður kjördag sem allra fyrst í lok október. Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum með hornreka formann.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það slæmt að formaður flokksins skuli tala á skjön við forystumenn ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga. Hefur Sigmundur Davíð sagt það skipta máli að ljúka því sem þeir byrjuðu og nýta fjögur ár til þess. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór segir líklegt að ef fram heldur sem horfir gæti Framsóknarflokkurinn verið að loka dyrum fyrirfram að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Einnig telur hann líklegra að Framsóknarflokkurinn nái inn í ríkisstjórn með Sigurð Inga í forystu en Sigmund Davíð. „Það er greinilega mikill merkingarmunur á orðum Bjarna og Sigmundar Davíðs. Einnig ef Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sýnist mér mun meiri þíða vera í samskiptum við minnihlutann á þingi eftir að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumum í ríkisstjórn. Því er líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga fremur en Sigmund Davíð sem kemur laskaður til kosninga.“Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson var spurður um loforð flokkanna um kosningar í haust þegar hann mætti á ríkisráðsfund í gærmorgun. „Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vor boðuðum við á sama tíma að við ætluðum að ljúka nokkrum málum og boða svo til kosninga,“ sagði Bjarni og taldi það mikilvægt að allir ættu að standa við þessi loforð. „Mér finnst það skipta máli, sérstaklega eftir atburði vorsins, að það sé ekki mikill hringlandaháttur með þessa hluti og ég hef lagt á það áherslu að við stöndum við þessi efni um kosningar í haust.“ Bjarni var einnig spurður að því hvort ekki væri best að setja niður kjördag sem fyrst. Játti hann því og sagði það skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Einnig sagði hann kannski orðið tímabært að hann ætti fund með formanni Framsóknarflokksins vegna orða hans í fjölmiðlum. „Ég er fyrir það að það sé einhver stjórnfesta í þessu landi,“ sagði Bjarni í þann mund er hann gekk inn á síðasta ríkisráðsfund undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira